Loading...
Skilvirkur tölvupóstur 2018-10-01T15:16:23+00:00
Um er að ræða 3.0 klst námskeið sem tekur á einu stærsta vandamáli skrifstofufólks, en það er áreiti frá tölvupósti.  Gefnar eru mjög gagnlegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að ná betri skilvirkni í notkun á tölvupósti með því að nýta betur stillingar póstkerfanna. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að tileinka sér vinnubrögð sem hjálpa til við að skilja á milli afgreiðslu og verkefnavinnu.  Ekki síst eru góð ráð til þess fallin að nýta tímann betur og á orkuríkari og jákvæðari hátt, án streitu og truflana af völdum tölvupósts.  
Farið er yfir forgangsröðun verkefna og eftirfylgni og síðast en ekki síst samhengið á milli þess tíma er hver hefur til ráðstöfunar og verkefna sem vinna þarf innan þeirra tímamarka. Þau góðu tíðindi eru áréttuð að allir hafa nægan tíma þannig að tímaskortur er ekki vandinn sem við er að etja.
Þeir sem eru með fartölvur eru hvattir til að taka þær með. En það er ekki skilyrt að vera með tölvu með sér.
Sýnikennsla er á Outlook 2013 og ítarlegar leiðbeiningar fylgja.