Loading...
Um okkur 2018-10-01T15:16:23+00:00

IBT Á ÍSLANDI

IBT Á ÍSLANDI, stundum nefnt PEPWORLDWIDE, er alþjóðlegt fyrir tæki sem starfar í yfir 30 löndum um heim allan. IBT á Íslandi er í eigu Gunnars Jónatanssonar og Rósu Kristínar Benediktsdóttur.

IBT á Íslandi var stofnað sumarið 2005 og  því  nýbúið að fagna 10 ára starfsafmæli.
Aðsetur fyrirtækisins er í Gylfaflöt 22, 112 Reykjavík. Síminn er 578-1500 og 664-6550

Gunnar er framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi. Hann hefur próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development.
Hann var áður framkvæmdastjóri húsnæðisfélagsins Búseta hsf.  Á árunum 2009 – 2012 sinnti Gunnar einnig framkvæmdastjórn Egilshallarinnar fyrir Reginn ehf.

Gunnar stofnaði félagið Ungir frumkvöðlar og rak það um árabil í sjálfboðaliðastarfi. Hann hefur verið mjög virkur í félagsstörfum í gegnum tíðina. Hann var  landsforseti Junior Chamber á Íslandi árið 2000 og umsjónarmaður þjálfunar þeirra samtaka í Evrópu. Hann var í nokkur ár formaður Skautafélagsins Björninn.

PEPWORLDWIDE skipuleggur grunnþjálfun allra starfsmanna sinna og tekur IBT á Íslandi reglulega þátt í henni.

STARFSMENN

Gunnar Jónatansson
Gunnar JónatanssonÞjálfari og peppari
Rósa Kristín Benediktsdóttir
Rósa Kristín BenediktsdóttirÞjálfari

Ykkar fólk, okkar fólk. Ósigrandi. 

Hafðu samband