Loading...
Clarity4d 2018-10-01T15:16:23+00:00

Hvað þýða litirnir?

Við notum gulan, rauðan, grænan og bláan til þess að aðgreina mjög afgerandi einkenni persónuleikans.
Talið er að allar manneskjur hafi einkenni allra lita en þó séu ákveðin einkenni meira ríkjandi en önnur.
Spurningar Clarity 4D miða að því að greina þessi einkenni og kortleggja þannig hverskonar blanda þessara lita einstaklingurinn er og hvað einkennir hans persónuleika.  Þegar því takmarki er náð er hægt að vinna með niðurstöðuna til þess að efla afköst, bæta frammistöðu og velja í teymi fólk sem vinnur vel saman.  Það er enginn litur betri en annar en ákaflega gott þegar fólk eflir skilning sín á milli og hver og einn nær að gefa allt sitt besta.

Vatn

Blá orka býr í fólki sem leitar inná við og er gjarnan hlédrægt. Það fylgist vel með því sem aðrir hafa fram að færa áður en það leggur til málanna að vel ígrunduðu máli. Það hefur hæfileika til að greina hlutina vel og mynda sér sjálfstæðar skoðanir.

Jörð

Græn orka einkennir hlýlegt og vinalegt fólk. Gildi þessa fólks fela í sér nánd, traust og stuðning ísamskiptum við samstarfsmenn, vini og fjölskyldu.  Það leitast við að efla samheldni og samstöðu til að sigrast á ágreiningi og getur þ.a.l. virkað óákveðið og afslappað.

Eldur

Rauð orka býr í kraftmiklu og verkefnadrifnu fólki. Þetta fólk er yfirleitt jákvætt, beinskeytt og einbeitt. Það er markmiðadrifið, tekst á við áskoranir og vinnur hratt og örugglega.  Eðlislægt raunsæi og hagsýni getur orðið til þess að það gleymir að taka tillit til annars fólks.

Loft

Gula orkan er ríkjandi í opnu, félagslyndu, jákvæðu, aktívu og skemmtanaglöðu fólki. Því líður best í félagskap fólks með sömu orku. Þetta fólk er áberandi og nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar. Það hefur mikinn sannfæringarkraft og getur virkað yfirþyrmandi á annað fólk

Hvaða próf hentar þér?

Grunnprófið

Fyrir einstaklinga sem vilja skarpari sýn á eigin framgang og jafnvel taka nýja stefnu í lífi og starfi.Prófið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja, stjórnsýslu og almenningi. Með því að taka prófið fæst skarpari sjálfsmynd og aukin vitund um hvernig maður blasir við öðrum. Niðurstaðan er hagnýt og veitir tækifæri til sjálfseflingar.

 

Verð kr. 7.500

Teymisprófið

Inniheldur grunnpróf ásamt sérkafla fyrir þá sem vilja virkja sig og efla í samstarfi og teymisvinnu með það að markmiði að auka afköst og skilvirkni. Prófið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja, stjórnsýslu og almenningi. Með því að taka prófið fæst skýr mynd af eigin sjálfsmynd og hvernig maður blasir við öðrum sem hluti af heild. Niðurstaðan veitir tækifæri til sjálfseflingar.

Verð kr. 8.700

Unga kynslóðin

Fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út í atvinnulífið. Með því að taka prófið fæst skarpari sjálfsmynd og aukin vitund um hvernig maður blasir við öðrum. Gott veganesti fyrir þá sem vilja bæta sig og efla með það að markmiði að ná góðum árangri í samskiptum og starfi frá fyrsta degi.

Verð kr. 3.500

Nýjar leiðir

Fyrir þá sem standa frammi fyrir breytingum. Ef til vill nýrri vinnu, breytingum á einkahögum, skilnaði eða makamissi. Góð leið til að skerpa fókusinn þegar tekin er ný stefna í lífinu.

Verð kr. 4.500