Farið er ítarlega í daglega verkefnastjórnun og tímastjórnun. Þátttakendur fá tól og ráð sem nýtast við að auka yfirsýn og leiðir til að stýra áreiti og auka einbeytingu. Mikilvægt er að bera ábyrgð á eigin verkefnum og vinnutíma og finna muninn á því að vera við stjórn í stað þess að láta áreitið og umhverfið ráða ferðinni.
Við förum í gegnum 5 lykilatriði sem mestu máli skipta til að vera góður leiðtogi.
Hljómar líka augljóst en samt ekki. Við getum ekki stjórnað tímanum en við getum sannarlega ráðstafað honum með meðvitaðari hætti. Ef þú getur ekki stjórnað tíma þínum og þeim nýju kröfum sem gerðar eru til þín sem stjórnanda þá kemur þú engu í verk. Við förum yfir það nýjasta í tímastjórnunarfræðunum, það sem sannarlega virkar. Þessi hluti mun reynast þér vel við að auka afköst og draga úr álagi.
Nú er tími til að skilgreina hlutverk og ábyrgðasvið starfsmanna. Í framhald af þeirri vinnu gerum við könnun á hvernig teymi hvers og eins er statt og leiðir til að bæta það sem er ábótavant
Að skapa sterka liðsheild, öflugt teymi og að vera hluti af góðu teymi er ein besta upplifun sem við getum fengið. Flest okkar verja um 2000 klukkustundum á ári í vinnu og þessar 2000 klukkustundir líða ógnarhratt. Sá sem getur sett saman og stýrt góðu teymi er ómetanlegur. Til að gera það; þarf að mynda traust, að hvetja fólk áfram, leysa ágreining og tryggja góða samvinnu. Lykill 3 fjallar um leiðir til þess.
Það eru starfsmenn sem ná árangri fyrirtækjanna og árangur blasir við með ýmsum hætti. Að setja sér markmið og árangursmælikvarða stuðlar að bættum árangri.
Ef þú getur ekki mælt árangur með skýrum hætti, getur þú ekki bætt hann eða aukið. Við sýnum þér leiðir til að mæla virði þitt sem stjórnandi, auðveldlega og skynsamlega og hvernig teymi geta sett upp árangursmælikvarða.
Allir starfsmenn, líka stjórnendur, eiga yfirmann. Hvaða áskoranir er hann með….hvernig getum við létt þar undir o.sfr. Að endingu könnum við hvað þarf meira ti. Hvaða þekkingu eða reynslu vantar í hópinn?
Hljómar eins og öfugmæli að þú stjórnir yfirmanninum, ekki satt? Það er ekki markmið í sjálfu sér að stjórna yfirmanninum með öðrum hættti en þeim að átta sig á þeim áskorunum sem hann er að eiga við og að leggja sig fram við að mæta væntingum hans.
Það má líta svo á að yfirmaður þinn er líklega þinn mikilvægasti viðskiptavinur. Ef hann er ekki ánægður með hvað þú gerir og hvernig þá munt þú líklega ekki ná árangri. Það eru örfá atriði sem þú þarft að gera og líka alls ekki að gera, til að halda yfirmanninum ánægðum.
„Skipað gæti ég væri mér hlýtt“ er gamalt hugtak sem minnir okkur á að til að ná langtímaárangri þarftu að hafa áhrif, ekki bara skipa fyrir. Að vera í stjórnunarhlutverki eða með hatt yfirmanns tryggir á engan hátt virðingu né að manni sér fylgt í átt að settu marki. Rannsóknir sýna að það sem laðar aðra til samstarfs við þig, er hversu vel fólki líkar við þig.
Við förum yfir nokkur skref til að bæta áhrif þín sem stjórnanda.
Öflug teymi ná betri árangri en einstaklingar. Það þarf að hlúa vel að einstaklingunum sem mynda teyminn. Gefa þeim tækifæri til að bæta sig og vaxa í sínu hlutverki.
Við nefnum nokkrar lykilleiðir til að efla og bæta starfsmenn